miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Jæja. Rúmlega 3 dagar í tveggja ára afmæli.
Ég er búin að hlakka mikið til að halda þessa veislu en það er líka alltaf búið að vera voða langt í hana. Alltí einu áttaði ég mig á því að þetta er allt að bresta á og dreif mig í að bjóða fólki. Það gekk nú barasta ljómandi vel.
Ég fór líka í Bónus, gleymdi innkaupalista en verslaði svona það sem mér datt í hug að þyrfti að eiga fyrir afmælisveislu. Í kvöld ákvað ég svo að byrja á að baka skinkuhorn. Getur ekki verið svo mikið mál. Byrjaði samt ekkert svo vel þar sem ég komst að því að ég átti hvorki hveiti né egg og meira að segja eitthvað lítið af mjólk. Nú spyrja sjálfsagt einhverjir hvað ég hafi keypt í bónus. Ég keypti helling. Bara ekki aðal dótaríið.
Fór í 10/11 og reddaði því. Kom aftur heim og hófst handa við baksturinn. Þetta byrjaði allt voða vel, barnið tók virkan þátt og mér fannst þetta allt voða rómantískt.
Svo kom að því að búa til horn úr þessu deigi. Það er skemmst frá því að segja að ég hreinlega gat það ekki. Þau urðu of lítil, of stór, of breið eða bara of eitthvað. Þarna er það sem hæfileika mína vantar. Að skapa form úr einhverju sem er ekki í formi.
Jæja ég setti ófögnuðin inní ofn.
Að lokum hringdi ég í Svölu skinkuhornameistara og bað hana um að bjarga afmælinu.
Skinkuhornin mín eru hér hjá mér ennþá en það er bara vegna þess að ég er að manna mig uppí að henda þeim í ruslið.
Nú sný ég mér að maregnsnum :)
Gangi mér vel.

2 ummæli:

Gríshildur sagði...

bíð spennt eftir sögu af marengs :)

Nafnlaus sagði...

Ég býð mig fram í að veita skinkuhornunum þínum skemmtilegri örlög en ruslið ;-) :-D