miðvikudagur, september 17, 2008

Skólinn minn er mjög skemmtilegur og oftast er ég að læra eitthvað áhugavert. Það er samt ekki alltaf skemmtilegt. Undanfarið hafa hrannast upp hlutir sem fara verulega í taugarnar á mér. Í þeirri von að ég hætti að tuða um þetta á hverjum degi þá ætla ég að hleypa út smá tuðsprengingu hér og nú.
Mér finnst alveg fáránlegt að fólk eigi að byrja í verknámi í næstu viku og það er ekki enn komið inn á Ugluna hvernig raðast niður á deildir. Það veldur því að fólk hefur engan tíma til að kynna sér þá deild sem um ræðir og kemur verr undirbúið í verknámið.
Skóli á kvöldin. Það verður ein vika á þessari önn þar sem ég þarf að mæta í skólann frá 17-18:45, hvað er það????!!!! Ég er í dagskóla, ekki kvöldskóla. Ég á barn sem þarf að sinna en því óviðkomandi þá ætlast ég til þess að tímasókn í skólanum fari fram á dagvinnutíma. Mér finnst bara alveg útí hött að það sé kennt eftir kl 17. Ég veit að þetta eru bara 5 dagar en mér er alveg sama. Það eru 5 dagar sem þarf að redda pössun í 2 tíma á dag. Ég er á námslánum og fæ ekki borgað aukalega fyrir að mæta á einhverjum fáránlegum tímum í skólann og borga einhverjum fyrir að passa barnið.
Svo eru það heimapróf. Það eru 4 heimapróf yfir önnina í einu námskeiðinu. 1 er búið og var bara á eðlilegum tíma. 2 verða sett á netið kl 14 og verða til 23:59 sama dag og það 1 verður sett á netið kl 16 og þarf að skila því inn fyrir kl 02 um nóttina. 02!!!! Síðan hvenær er bara í lagi að ætlast til þess að fólk nýti tímann eftir miðnætti til að vera í prófi? Mér finnst líka asnalegt að prófið komi ekki inn á ugluna fyrr en kl 16 (finnst reyndar kl 14 líka vera of seint), mér finnst að prófið eigi að vera fólki aðgengilegt á dagvinnutíma.
Síðast en ekki síst. Ég verð náttúrulega í verknámi. Verknámið er 4-5 8 tíma vaktir á viku og varir í 4 vikur. Ætlast er til að ein vakt á viku sé kvöld eða helgarvakt. Já frábært! Mætum á munalatíps kl 8 á sunnudagsmorgni þegar lítið/ekkert er um að vera, bara svona til að sjá hvernig deildin virkar á þeim tíma.
Eins gott að fara á kvöldvakt til að læra að taka til kvöldlyf. Jú jú það er alveg gott að mæta á kvöldvaktir líka til að sjá hvernig allt fer fram þá en common 1x í viku!
Í fyrra spurði ég hvort þetta væri í alvöru alveg nauðsynlegt og þá var mér sagt að ég væri nú að öllum líkindum að fara að vinna vaktavinnu í framtíðinni og það væri nú gott að finna hvernig þetta er í raun og veru.
Til að forðast misskilning þá er gott að hafa á hreinu að fyrir þetta fáum við alls engin laun. Ætli það sé ekki verið að hita mann upp fyrir næstu 40 árin í vinnu hjá rikisstofnum þar sem stundaður er stanslaus niðurskurður.
Kannski finnst fólki þetta vera alltí lagi, ég er jú í skóla og oft mikið að gera og allt það. En ég vil stjórna mínum kvöldum og seinnipörtum sjálf. Ég er í dagskóla og ég vil að tímasókn sé á tímabilinu frá 8-17 virka daga, ekki á öllum tímum sólarhrings. Mér finnst þetta fáránlegt því þetta kemur illa við mig þar sem ég er einstætt foreldri en fólk þarf ekki að vera í minni stöðu í lífinu til að vera í vandræðum með að nýta kvöld/seinnipart í próftöku, launalausar kvöldvaktir og tímasókn.
Þetta var nöldur dagsins í boði Mörtu sem í kvöld er bitur háskólanemi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Púff vá það er ekkert smá.... þetta hljómar ekkert biturt heldur lélegt skipulag skipuleggjendanna.
Kjánabjána að hafa próf til kl. 2.... segi það og skrifa
kv
Ingibjörg Marta

Nafnlaus sagði...

Guuð glatað!!

Og alveg mest bilað með 02 dæmið!

Én kæra, þú mátt hóa í mig ef þig vantar pössun mán eða mið þessa kvöldvaktaviku ;)

kv Heiða

Nafnlaus sagði...

Ja hérna hér... maður er aldeilis bit! Þetta er afar undarlegt fyrirkomulag þarna í háskólanum! Hjörtur er ávallt velkominn til okkar og við gætum líka alveg komið í heimsókn til hans þessa 2 tíma x 5 sem þú þarft að vera í burtu:)
kveðja Svala

Rakel sagði...

Vá, og ég sem pirra mig stundum á því hvað mitt nám er ekki "einstæðra-mæðra-sniðið".

Gangi þér vel! ;)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst vel tilefni til þess að leggja fram kvartanir við foreldrasamtök Háskólans og félagsstofnunar stúdenta.

Þetta er hrikaleg

Unknown sagði...

Hæ Marta! Það er gaman að lesa bloggið þitt :-)
Mig langar að skora á þig að senda bréf til þeirra sem standa að skipulagi deildarinnar, því þetta er alveg fáránlegt. Ég væri með þér í pirringnum ef ég hefði ekki tekið mér leyfi!
En gangi þér sem allra best. Bið að heilsa í skólann.
Katrín