mánudagur, október 30, 2006

Ein vika.
6 eftir.
Ég hef alveg endalausan tíma til að læra, enda veitir ekki af. Nóg er af bókunum, glósunum og dæmunum. En þetta mjakast hægt og rólega inní kollinn á mér.
Vona bara að ég nái að mastera allt saman áður en prófin skella á. Pínu skerí að það sé að koma nóvember og bara rétt rúmur mánuður í próf.
En það þýðir samt líka að það styttist í að ég hitti bestabarn aftur. Alveg ótrúlegt hvað það munar um einn lítinn strák.
Ég verð nú að viðurkenna að þó ég sakni hans endalaust endalaust alltaf og meira þá er mun auðveldara að einbeita sér við lærdóm þegar það er slökkt á mömmuradarnum.
Það er samt alveg hundleiðinlegt að fara að sofa og hundleiðinlegt að vakna alein. Líka súrt að hafa ekkert til að hlakka til á daginn. Bara endalaus lærdómur í löngum bunum marga daga í viðbót.
Bráðum bráðum bráðum....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er