miðvikudagur, janúar 03, 2007

Einkunnir - nei ekki komnar.

Ég var alveg búin að ákveða að gera ekki ráð fyrir þeim fyrr en 8 jan... en nú er biðin að gera mig gjörsamlega geðveika.
Held ég sé búin að athuga málið svona 5 sinnum í dag. Svo fæ ég panik kast í hvert sinn sem ég opna heimasvæðið mitt. Rétt gjóa augunum á það....
Svo hugsa ég í smástun um að ég hafi örugglega bara ekki fundið einkunnirnar en svo fatta ég að það er vitleysa og held áfram að hanga á netinu.
Svo byrjar hnúturinn að stækka og ég fer aftur að gá.
Gaman.
En við mæðgin komum heim á föstudaginn. Það er gaman.

Ég gleymdi alltaf að segja frá því að það hefur ekkert samband verið á símanum mínum síðan ég kom hingað. Ég fékk fékk mér frelsi í útlöndum en það virkaði ekki og ég nennti ekki að standa í því að laga það eða fá mér færeyskt númer.
Svo ef einhver er búin að vera að senda mér sms með mikilvægum leyniupplýsingum þá upplýsist hér með að engin sms hafa skilað sér í gegnum sambandslausa símann.

Hils smart.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlaði einmitt að fara að smsa þér, hehe...

Ingibjörg og ÓBR ætla að koma til mín í kaffi í nýja húsið á laugardaginn (tími óákveðinn enn sem komið er), þið Hjörtur eruð velkomin líka ef þið eruð í stuði fyrir það eftir ferðalagið :-) Ég get komið og sótt ykkur ;-)

/Au

marta sagði...

mér finnst meira en líklegt að ég verði í stuði ;) eða við...

Nafnlaus sagði...

Mohoho, frábært :þ Ég verð þá bara í sambandi á föstudagskvöldið eða e-ð með nánari tímasetningu :)

/Au

Nafnlaus sagði...

Ehm, vona að það líti ekki út eins og ég sé þvílíkt að stalka bloggið þitt ;) Eða jú, kannski er ég að því, mohohoho....

/Au

Nafnlaus sagði...

"Gaman" að heyra að það er fleira fólk en ég með risavaxinn hnút í mallanum að bíða eftir einkunnum. :S

Vala

marta sagði...

ég er að TAPA MÉR!!!! ég get svo svarið það...

og auður - hlakka til að sjá ykkur ;)

Nafnlaus sagði...

Ég er svona bæði og. Partur af mér er spenntur en annar pínu ponsu pínu partur er að vona að ég nái ekki því að þá þarf ég ekki að standa í þeirri ákvörðun að spá hvort að ég geti verið í þessu námi með vinnunni (ég veit, er rugluð). Ég fékk nefnilega hnút í magann þegar ég las póstinn frá deildinni að verknám myndi hefjast 15 janúar. Og ég er að fara út 17 janúar í flugstjóraþjálfunina, það er ekki sjéns að ég geti byrjað í verknámi í janúar. En stærsti parturinn vill halda áfram, en samt.. á ég eftir að geta þetta með 100% vinnu. Dísús, I'm going nuts, hahahaha.

Helga Þórey Jónsdóttir sagði...

marta! ég er ekki í hjúkrunarfræði en er engu að síður MJÖG spennt!

Nafnlaus sagði...

Ég er orðin MJÖG spennt fyrir að fá niðurstöðurnar!!! Við verðum allar orðnar alvöru hjúkkunemar öðru hvoru megin við helgi :o)

Húrra húrra húrra húrra

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Marta mín og takk fyrir stundirnar á því fyrra. Já einkunningar ekki komnar og koma víst ekki fyrr en eftir helgi, svo sögðu stelpurnar á skrifstofunni. Sauðslakir kennarar hér á ferð. kannski kemur þetta ekki fyrr en á miðvikudaginn og skólinn byrjar á fimtudaginn.
knúsiknús