miðvikudagur, janúar 17, 2007

Jæja já...

Ég er búin að vera í ógurlegu dramakasti yfir því að netið skuli vera bilað og að lokað hefði verið á tengingar við útlönd á stúdentagörðum. Ég var alveg viss um að það mundi verða lokað í 10 daga og var farin að sjá fyrir mér að ég mundi sitja og læra öll kvöld.
Netið var lokað í 3 daga.

Annars er skólinn alveg frábær. Skemmtilegir tímar og spennandi verklegt nám. Í dag skoðaði ég í eyru, augu og munnhol.
Athugaði ástand húðar og hárs og sitthvað fleira. Á mánudaginn mældi ég blóðþrýsting í fyrsta sinn og tókst það eftir smá æfingar ;)
Var pínu kjáni í augnskoðuninn í dag og var sífellt að gleyma hvernig átti að nota júnitið (opthalamoscope) sem maður notar. Skrýtið hvernig mér tókst að gleyma því.

Já lífið er að byrja að ganga sinn vanagang. Samt pínu erfitt að finna rútínuna aftur og finna tíma til að læra á milli alls sem ég þarf að gera alltaf. Endalaus vinna. Mjög ánægjuleg vinna engu að síður.
Stúfur er á leikskólanum á daginn og er allur að koma til, hann er samt ekkert sérstaklega glaður þegar ég fer með hann á morgnanna en er víst hress yfir daginn. Að sjálfsögðu er hann samt komin með kvef og hósta og ég krossa fingur og vona að hann sé ekki að verða veikur greyið. Hann er svo sætur og dásamlegur og ég er svo glöð að hann skuli vera hér hjá mér.
Það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann er komin með svo mikinn vilja og er svo ákveðin en samt veit hann oft ekkert hvað hann vill, veit bara að hannn vill eitthvað og það strax!!
Bestur.

En ég vil þakka Raggý fyrir ótrúlega góðar veitingar á mánudagskvöldið og ég vona að heimilið hennar hafi verið í lagi eftir heimsókn okkar, þeas að barnið hafi ekki skemmt neitt ;)

Sofa...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nokkrir geisladiskar á gólfinu, hvað er það milli vina, verra hefur það nú verið eftir sjálfa mig. Nei hann Matthías Hjörtur er sko sannarlega bestabarn.