miðvikudagur, desember 19, 2007

ég get svo svarið það að tíminn líður álíka hratt núna og ágúst 2005. Ég nenni ekkert að læra, ég vil bara að þetta sé búið.
Komin með alveg nóg af þessu öllu saman og mig langar að hætta að vera svona leiðinleg. Mig langar í jólafrí.
Þegar ég hitti fólk þá er ég leiðinleg. Ég hef ekkert að segja vegna þess að ég geri ekkert. Ég er búin að segja nokkrum frá nýjustu uppgvötunum mínum, þær eru samt ekkert svo spennandi.
Sumar fjalla um bakteríur sem drepast ekki við suðu og valda einhverjum hryllingsjúkdómum, eða af hverju maður á ekki að borða hor.
Eða kúkabakteríur.
Ef ég er nógu dugleg að læra þá gætum við rætt um muninn á krónísku og bráðu bólgusvari. VÚHÚ segi ég nú bara..
Þetta blogg átti að vera ein setning.
Jæja þið, vonandi ekki svo mörgu, sem eruð ennþá prófum getið glaðst yfir einhverju nýju að lesa.
Gangi okkur vel.

8 ummæli:

grojbalav sagði...

Fæ ég þá vísindalega útskýringu fyrir möttu mína afhverju fólk eigi ekki að borða hor..... eftir próf? ;)

Nafnlaus sagði...

Mig langar að vita af hverju maður á ekki að borða hor :)

Helga E.

marta sagði...

Ef þú vilt ekki lesa um njálg þá skaltu sleppa því að lesa þetta komment..




Til að smitast af njálgi þarf að verða saur-munn smit, það er að segja egginn þurfa að komast úr rassi og uppí munn.
Njálgur fer útúr rassinum á smituðum á nóttunn og verpir eggjum, eggin eru mjög létt og geta þyrlast upp.
Þau geta verð útum allt á baðherbergi, í handklæðum og öðru. Þau þyrlast líka uppí nefið á fólki. En til að egginn geti þroskast þá þurfa þau að komast í meltingarveginn.
Ein leið er til dæmis ef einhver borðar hor sem er með njálgseggjum.
Njálgur er algengastur hjá 3-5 ára börnum. Fyrir þann aldur eru þau vernduð af bleiu - geta ekki potað að í rassinn á sér og sett svo hendurnar uppí sig.
En bleiulausu börnin, með nýtilkomin aðgang að rassinum á sér og étandi hor, þau eru mun líklegri til að fá njálg.
Njálgur er alveg fáránlega algengt sníkjudýr.
Og munið að þið VILDUÐ vita þetta.

Verst að það var ekki spurt um þetta á prófinu ;)

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta rosalega áhugavert :D

Annars langaði mig bara að segja að ég gladdist yfir þessu nýjasta innleggi á bloggið og sendi lestrarorkustrauma á þessum síðasta degi próflestrar.

/Auður

Gríshildur sagði...

að maður skuli ekki hafa fengið njálg...

marta sagði...

ahhaa ja akkúrat ... mesta furða að maður skuli lifa af allar miskunarlausu sýkla árásirnar sem gerðar eru á hverjum degi. Þar kemur ónæmiskerfið til sögunnar, úr því verður prófað á morgun ;)

grojbalav sagði...

Oh Marta, ég er búin að hugsa um njálg öll jólin. Ég naga neglurnar á 5 mín fresti og í hvert einasta skipti sem ég fatta að puttarnir eru í munninum þá hvítna ég í framan, skyrpi og frussa. Fjölskyldan mín heldur því að ég sé komin með tourette á mjög alvarlegu stigi:S

grojbalav sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.