sunnudagur, desember 02, 2007

Prófin nálgast og jólin með.
Ég er búin að vera fáránlega öflug í kökubakstrinum. Verst er að ég bara fæ ekki nóg af því að éta kökurnar. Flestir sem ég þekki fá ógeð eftir eitthvað smá magn. En ekki hún ég, ónei. Ég ét og ét og ét.
Í gær bakaði ég dýrindis kókos-haframjöls kökur, eftir bakstur var svo suðusúkkulaði smurt undir kökurnar.
Þetta eru ss smákökur drauma minna. Ég er næstum því búin með þær ALLAR! Alein. Jósafat hefur undarlegan danskan matarsmekk (vill borða endalausa skinku) og borðar ekki kökurnar fínu. Svo ég get ekki einu sinni kennt honum um græðgina.
Ég er orðin frekar vonlaus með þetta allt saman svo núna ákvað ég að endurraða í ísskápinn. Mandarínurnar eru fremst en kökurnar eru vandlega faldar á bakvið. Ég raðaði káli, tómötum, gúrkum og fleiri matvælum samviskusamlega í virki í kringum kökurnar.
Sjáum til hversu lengi þetta varir. Núna ælta ég að fá mér eina mandarínu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe.. kókos? þú verður að gefa mér uppskrift!

ThP sagði...

heyrðu sei sei, ég borðaði alveg 5 :) hjálpa til...
jósafat verður að fara á smákökunámskeið, svona eins og hann fór á ikea námskeið..

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Ósk - kókos? haframjöl? súkkulaði?!!! Verð að fá uppskrift ;)
Held annars að þessi smákökufíkn eigi sér eðlilegar skýringar = próflestur ;) Ég trúði því a.m.k. fullum fetum hér á árum áður :)

Nafnlaus sagði...

haha snillingur!