miðvikudagur, desember 05, 2007

Lærdómur gerir mann gjörsamlega geðveikan.
Það er eitthvað við þessa önn sem er svo óyfirstíganlegt og erfitt, mér líður eins og ég sé ekki búin að líta í bók í allann vetur, og hvað þá fylgjast með í tíma.
Núna sit ég hér og læri. Eða hvað...
Ég skoða hi-mailið á ca 5 mín fresti, fannst alltí einu voða líklegt að ég fái póst á kvöldin. Hver sendir mér póst? Enginn.
Ég skoða bloggið mitt og alla linkana og alla linkana þeirra svona einu sinni á klukkutíma. Alltaf sömu vonbrigðin yfir því að ekkert nýtt sé búið að gerast. Takk Ynja fyrir að blogga í dag.
Ég skoða mbl svona tvisvar á hverjum klukkutíma og fer í fýlu ef enginn er búin að blogga við fréttirnar sem ég skoða. Ef einhver er búin að blogga þá les ég það og nokkra af linkum viðkomandi.
Síðast en ekki síst.... Barnalandið. Jámm það er það eina sem sjaldan svíkur. Það er alltaf komin ný umræða eða einhver nýr búin að svara gamalli umræðu. Ég áttaði mig samt á því að ég væri líklega komin yfir strikið þegar ég stóð mig að því að rökræða um fæðingarorlofs-lengd hjá fjölburaforeldrum. Eins og það sé mér eitthvað hjartans mál. Nei mér er eiginlega alveg sama.
Jæja... þá er komin tími til að fara að sofa eða eitthvað..
blagh

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ein í sömu sporum í próflestrinum og alveg ótrúlegt hvað maður er alltaf já ALLTAF jafn hissa að eingin er búin að kommenta á síðustu 10mín. Eða maður sé ekki búinn að fá nýtt mail kl 2 að nóttu. Ó já ég þekki þennan haha...

Nafnlaus sagði...

haha