miðvikudagur, september 03, 2008

nú jæja...
Mig langar svo ógurlega út að hitta nýtt fólk. Mig langar alveg ægilega mikið að góna á huggulega karlmenn og bara sitja einhvers staðar og hitta fólk, sjá fólk sem ég hef ekki séð lengi og bara eitthvað svona mingla.
Það glataða er samt að það er svo langt síðan ég hef farið eitthvað út að ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvað ég á að fara að gera. Stundum er alveg dálítið leiðinlegt og erfitt að vera alltaf alveg bundin föst við Eggertsgötu 10. Mig langar að skella mér spontant á kaffihús eða tónleika sem ég les um í blaði.
Bara svona hey þarna er eitthvað skemmtilegt, ætti ég að kíkja?
Hvernig á þetta eiginlega að geta gengið upp ef ég fer aldrei út?

Svo er það hinn endinn, dálítið mússí en sannur engu að síður.
Stundum, mjög oft, hitnar mér að innan yfir því hvað ég á góðar vinkonur og hvað ég er búin að kynnast mörgum góðum stelpum/konum á síðustu árum.
Þið allar sem borðið með mér og eruð samferða í Bónus. Þið sem komið í kaffi á kvöldin eða bjóðið okkur í morgunkaffi um helgar. Þið sem eruð alltaf tilbúnar að hjálpa mér að lifa lífinu. Þið sem tuðið með mér yfir barni eða börnum. Þið sem skiljið svo vel og leyfið mér alltaf að nöldra, þó það sé bara innantómt nöldur. Þið sem komið með í ferðalög og sund. Þið sem talið endalaust við mig í símann og bara þið sem sýnið mér, og okkur, svo oft hvað ykkur þykir vænt um okkur.
Þið eruð alveg bestar, allar með tölu :)

5 ummæli:

ThP sagði...

Takk sömuleiðis Marta :) Það er alltaf svoooo gaman að koma til ykkar og nauðsynlegur partur af borgarferðunum mínum... hlakka til að sjá ykkur næst!

Nafnlaus sagði...

:) Það er frábært að eiga ykkur sem vini.

Knús Heiður

7fn sagði...

ég held ég geti aaaalveg tekið þetta til mín.. nema að tala við þig í símann... geri ekki mikið af því:)

en þú ert frábær og þess vegna áttu svona frábæra vini/vinkonur:)

sæta

Nafnlaus sagði...

Marta mín
kíki annars slagið á bloggið þitt, mér finnst svo gaman og fallegt það sem þú ert að skrifa. Fallegar hugsanir
..mér finnst samt eins og þú eigir líka hrós skilið maður á ekki góða vini nema maður sé sjálfur góður vinur..sækjast sér um líkir
hlakka til næstu lesningar
Sæa

Nafnlaus sagði...

Hæ. Langt síðan ég hef kíkt hérna inn og örugglega aldrei kvittað:/ Til hamingju með strákinn um daginn, bara orðinn 3ja ára:) Og svo sá ég að þú hefur verið fyrir vestan í sumar, það hefði nú verið gaman að hittast, kannski seinna;) Bestu kveðjur...