föstudagur, maí 25, 2007

Sumarið var ágætlega planað.
Ég var búin að hugsa mér að hjóla í vinnuna á hverjum degi, borða hollann mat í hádeginu og verða ótrúlega fit í lok sumars. Ég hlakkaði til að fara að vinna á vinnustað þar sem er ekki brauð í hvert mál. Þær væntingar hafa svo sem alveg staðist, það er ekkert mikið um brauð-át.
Á þriðjudaginn borðaði ég bara hollt þangað til ég fann póló kexið í neðstu skúffunni. Ég át svona 10 kex. Ok ég get nú alveg lifað við það.
Á miðvikudaginn kom ein samstarfskona mín með fullann dall af mini nammi. Snickers, mars, caramel og maltersers var á meðal kræsinga. Ég átti bágt með mig og át alveg mörg.
Í gær kom einhver góðhjartaður fyrrverandi sjúklingur með alls kyns tegundir af smákökum og súkkulaði í fallegu bréfi. Auðvitað varð ég að smakka allar tegundirnar.
Í dag er föstudagur og þá koma bakaríiskræsingar í morgunmatnum. Svo var lítið að gera svo ein (flugstjóramamman) bakaði bestu pönnsur í heimi og þeytti rjóma með. Ég stóð mig nú nokkuð vel og borðaði bara 3.
Þess má geta að deildin státar af dýrindis kaffivél. Svona vél sem hellir uppá einn bolla í einu og í hana er einungis sett eðal kaffi. Svo kræsingunum var sporðrennt með góðu cappucino.
Svo sjáum við bara til hvernig ég verð í lok sumars.
Ég hjóla allavega í vinnuna.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, ég fór strax að brosa þegar ég las fyrstu línurnar. Sá fyrir mér svipin á þér þegar þú kæmist að hinu sanna um hjartadeildina.... las svo meira og sé að þú ert þegar búin að því. Mamma tekur stundum blótköst þegar hún fær alveg nóg af sukkinu hjá sér.

Nafnlaus sagði...

Og ps. næstbestu pönnsur í heimi, þó góðar séu þá kemst mamma ekki með tærnar þar sem mamma hennar hafði hælana.

Nafnlaus sagði...

lol..hjólar þangað til þú færð þér bíl;)

Nafnlaus sagði...

Flugstjóramömmu-dóttirin hlýtur nú að geta boðið búbbunum sínum í pönnsur! Ég mæti um leið og ég fæ boð :)

Það er rosalega mikið um sælgæti og sukk á spítalanum, þess vegna eru allir hjúkrunarfræðingar svona sætir!! :)

Nafnlaus sagði...

Neineinei ég kann sko ekkert að búa til pönnsur. Amma var snillingur, mamma mjög góð en ég kann ekki einu sinni að blanda deigið, hahhaha.