föstudagur, desember 29, 2006

Jólin eru búin að vera mjög hugguleg.
Við mæðgin fengum fullt af pökkum og skemmtum okkur bæði konunglega ásamt fjölskyldunni allri við að opna pakkana.
Ég hitti vel í mark með ukulelenum sem ég gaf besta barni í jólagjöf. Hann var svo glaður! Ukuleleinn er ennþá vinsælasta dótið ;)
Mér finnst eiginlega magnaðast að um leið og hann sá þetta þá fattaði hann að þetta væri hljóðfæri - eða amk eitthvað sem spilar tónlist sem maður á að dansa við. Hann var allt kvöldið að glamra á gripinn og reyna að dansa í leiðinni, meira að segja sitjandi.
Mér finnst dáldið merkilegt að hann "fatti" að þetta sé tónlist en ekki gargið sem kemur úr símanum sem hann fékk í jólagjöf, sá spilar dýrahljóð og símhringingar.
En það var mjög skemmtilegt að horfa á hann spila og dansa.

En að öðru... skólinn... ég get svo svarið það að ég á eftir að fara á taugum. Mér finnst hreinlega dónaskapur að maður fái ekki einkunnirnar fyrr en einhvern tíma seint og um síðir.
Því meira sem ég hugsa um þetta því sannfærðari verð ég um að ég hafi ekki náð.
Það er samt alltaf svoleiðis, eða ég reyni að hugsa það. Mér finnst alltaf eins og allt hafi gengið mjög vel þangað til ég fer að hugsa mikið um það.... ORG.
En tímin líður hratt og bráðum koma áramót og þá fer ég bráðum heim og þá fara einkunnirnar alveg að koma.
En núna finnst mér að þetta muni allt gerast í fjarlægri framtíð.
Mikil kona sagði einu sinni : "þetta fer allt saman einhvern vegin." Það er víst rétt hjá henni svo ég reyni að bíða róleg.
Hils smarta.

p.s. ég er búin að drekka 2 kaffibolla síðan ég kom. Það er undarlegt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er skandall. Fyrir klukkan átta í morgun var ég löngu búin með tvo kaffibolla. Ég hætti að telja rétt fyrir hádegi. Taka sig á í kaffinu Marta, koma svooooo

Lynja

marta sagði...

Við getum kannski bætt úr þessu þegar ég kem heim ;)
Getum athugað hversu langan tíma það tekur mig að vinna upp tapið.
Þú getur bara séð um að tala og ég drekk kaffi og verð sammála ;)

Nafnlaus sagði...

Það er lítið kaffi. En ef ég man rétt þá var Lynjan mikil kaffikona ;)
Gaman að ukuleleinn hitti svona vel í mark.
Hlakka til að sjá ykkur og einkunnirnar koma.
Kveðja Svala